Húsið er létt eins nafnið gefur til kynna – rúmlega helmingi léttara en steypta húsið – og gerir þannig staðsetningar í strjálbýli utan borga sem og í fjarlægum löndum mögulegar.
KODA Loft sem er 25,8 m2 er enn jafnsterkt og vel einangrað til að standa af sér af heilt ár í hita og frosti ásamt því að hægt er að bæta tveimur sérstökum einingum við ofan á þakið.
Ný útgáfa af KODA-steypuhúsinu var hönnuð sem annar valkostur við hið glæsilega og upphaflega KODA-hús – KODA Loft timburhús. Verðlaunahönnunin og milligólfið halda sér en hugmyndin var að leika sér með efni og auka sveigjanleika enn frekar. Hér er norrænt yfirbragð og falleg hönnun á grunni stálstyrktrar timburgrindar.

Breytileiki og möguleikar á sérlausnum eru aðrir kostir KODA Loft. Hægt er að sérsníða útlit innandyra sem utan hvað varðar efni og liti í samræmi við tilætlaða notkun og umhverfi.
Gluggi á bakhlið veitir útsýni og frískt loft með morgunkaffinu. Í húsinu er eldhús með öllum nauðsynjum ásamt miklu geymslurými.
Gluggi á bakhlið veitir útsýni og frískt loft með morgunkaffinu. Í húsinu er eldhús með öllum nauðsynjum ásamt miklu geymslurými.
