KODA Loft Float

ER HÚS SEM STENDUR Á FLOTPRAMMA SEM FESTUR ER VIÐ LANDIÐ

SKOÐAÐU MEIRA Hafðu samband

Samstarfið milli Kodasema, arkitekta- og verkfræðistofunnar og Top Marine, hönnuðar hafnarlausna, skilaði sér í KODA Loft Float sem samtvinnar húsið flotpramma sem gerir stærri eignir við vatn mögulegar.

KODA Loft Float gerir mögulegt að nýta svæði við vatn bæði innan borga og í sveit. Með arkitektúr, hönnun og verkfræðiþekkingu má búa nálægt uppáhaldssmábátahöfninni, við vatn fjarri byggð eða við skurð inni í borg. Fjölbreytileikinn sem fæst með einingahúsum gerir KODA Loft Float annaðhvort að hafnarkaffihúsi, vinnustofu listamanns svo ekki sé minnst á sumarhús eða veiðimannsins draum.

KODA LOFT FLOAT NÁNARI UPPLÝSINGAR /PDF

Hátt er til lofts í fullbúnu smáhýsinu sem er rúmgott og glugginn frá gólfi og upp í loft veitir mikla birtu. Fljótandi KODA-húsið hefur á sér yfirbragð Miðjarðarhafsvillu. Fljótandi veröndin bætir við enn meira lúxusrými sem síðan rennur saman við umhverfið sem kosið er.

KODA Loft Float from side_Riku_Kyla

Enn fremur má stækka vatnsbakkasvæðið með því að nota KODA Light Float sem fest er við ströndina og flýtur í raun á vatninu.

KODA LIght Float from above by_Riku_Kyla

Í KODA Loft línunni eru færanleg hús þar sem hver fermetri er úthugsaður. Húsin eru hönnuð og smíðuð á timburramma og gerð úr við, gleri, steinefnaull og stáli. KODA Loft er klætt með krossviði að innan sem gerir það jafn mínímalískt og það er kósí. Að utan er boðið upp á klæðningu úr margs konar efni, þar á meðal timbur- og sinkklæðningu, í miklu úrvali lita.

KODA-Light-main-view-interior_GetterKuusmaa

Hafðu beint samband við sales@kodasema.com til að fá upplýsingar um verð KODA Loft Float