Þessi stærð hentar fjölskyldum enn betur en hefðbundin stærð KODA-einingahúsa. Húsið býður upp á meiri friðhelgi einkalífsins með algjörlega aðskildu svefnrými en er samt með nægt geymslupláss svo vistin sé þægileg. Milliloftið í svefnherberginu má nota sem aukasvefnpláss, leikherbergi eða geymslu.
Til að skapa enn meira pláss og fjölhæfni var einingu bætt við KODA Loft timburhúsið. Hið 38,8 m2 KODA Loft Extended hús sinnir fjölbreyttari þörfum þar sem það er aukaherbergi aftast í húsinu. Með KODA Loft Extended heilsárshúsi var horft til norræns yfirbragðs og fallegrar hönnunar.
Það er meira að segja hægt að flytja stærri útgáfuna af KODA-húsinu með eiganda eða íbúa milli borga eða sveita og úr heimili yfir í skrifstofu, hótelherbergi eða vinnustofu sem dæmi.
Sem vinnurými er í þessu húsi hægt að hafa tvær skrifstofur og má jafnvel nota sem lögfræði-, hárgreiðslu-, tannlæknastofu, kaffihús o.s.frv. Sem gistimöguleiki í ferðaþjónustu er þessi stærri gerð góð sem svíta eða fjölskylduherbergi.

Hönnun KODA Loft Extended býður upp á auka útihurð og jafnvel verönd fyrir aftan húsið svo njóta megi morgunsýnar út í garð eða náttúru, hvort sem húsið er við vatn, í fjalllendi eða skógi.
Velja má margvísleg efni fyrir ytra byrði stærri útgáfunnar (Extended) líkt og með KODA Loft. Þannig geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi eða valið efni í samræmi við nágrannahúsin.